Ég biðst innilega afsökunar

Ég biðst innilega afsökunar á því að vera húmoristi af guðs náð. Það hefur stundum stuðað saklaust fólk sem ekki þekkir mig vel.

Ég þakka þó sama guði fyrir að vera ekki það stórt númer í lífinu að ég þurfi að hoppa ... úr ráðherrastóli eða þingmannssæti fyrir það að vera húmoristi og lenda á rýrum biðlaunum eða jafnvel eftirlaunum.

Sömuleiðis þakka ég guði fyrir að þurfa ekki að biðjast afsökunar á opinberum vetvangi með grátstafinn í kverkunum. Moggabloggið og fésbókin duga mér alveg.

Já og fyrst ég er byrjaður, þá biðst ég innilega afsökunar á að hafa ekki bloggað hér í eitt og hálft ár. Ég veit að ég hef valdið mörgum vonbrigðum sem höfðu bundið vonir við mig. Það gekk svo langt að ýmsir vinir mínir og aðdáendur og jafnvel fulltrúar stjórnmálaflokka vildu að ég færu í pólitík. Þá ákvað ég að draga mig í hlé á blogginu. Það afsakar þó ekki neitt og mér sannast sagna vöknar eilítið um augun þegar ég hugsa um þetta.


mbl.is „Ég biðst innilega afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband