Skjaldbakan umhverfist í héra!

hare1.gif

Hraði skjaldbökunnar hefur einkennt gerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart efnahagshruninu. Það á varla að blaka fingri við þeim auðmönnunum sem eru ábyrgir. Óbreyttir borgarar eiga að gjalda fyrir með því að tapa öllum eigum sínum og margir munu verða gjaldþrota.

En svo breytist skjaldbakan í héra! Nú liggur reiðinnar ósköp á (sbr. ummæli Landlæknis). Nú á að skera niður heilbrigðisþjónustuna með hraði og blóðmjólka sjúklinga og gamalmenni enn frekar - í stað þess að snúa af frjálshyggjubrautinni og fylgja nágrannalöndum okkar, þ.e. afnema með öllu gjaldtökuna.

Þeir sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu fá að dúlla áfram í sandkassanum í Monopoly leik með sín huldufyrirtæki og milljarðahundruði, fjárveitingar efnahagsbrotadeildar eru skornar niður og yfirmaður fjármálaeftirlitsins hugar að vatnsgreiðslunni.


mbl.is Mikill hraði á breytingum á heilbrigðisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband