Vor úr vetri

Í úteyrarkoti þíns kalda hjarta
var kveðizt á um líf og dauða,
við himin í austri bar elda rauða,
ógnleg og löng var nóttin svarta;

endalaus nótt með næðingi köldum,
norpandi skýjum á jökulhnjúkum,
byljir lögðust að blásnum kjúkum,
brynjað land á vetrarkvöldum;

efst í brúnum bergsins svarta
með bundna fætur, hroll í taugum
Hreggnasi með hrím í augum,
horfði inn í vorið bjarta,

sunnanbjart óx vor úr vetri,
vituð ér enn, hvort sú jörð er betri?

-Matthías Johannessen:


mbl.is Davíð kallaður „bankaræningi" í hollensku blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband