Því var aldrei hlustað á Davíð Oddsson?

Ég bara skil þetta ekki! Af hverju hafa ráðamenn aldrei hlustað á Davíð Oddsson? Og svo eru þeir svo forhertir að þeir neita því blákalt að hann hafi gefið þeim áríðandi upplýsingar og flutt alvarleg varnaðarorð á tilteknum fundum. Og til að kóróna alla vitleysuna segjast ráðamenn ekki hafa setið fundi með honum á þeim tímum sem hann tilgreinir!

Þetta er lýsandi dæmi um það að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Davíð Oddsson hefur nú staðið í skugganum í bráðum 40 ár. Þrátt fyrir einstaka hæfileika hans til þess að sjá atburði langt fram í tímann og reikna út flóknar stöður, hefur aldrei verið hlustað á hann og því síður hefur hann fengið að ráða nokkrum sköpuðum hlut. Ítrekuð varnaðarorð Davíðs Oddssonar hafa ávallt verið hundsuð.

Þetta er ömurlegt hlutskipti þessa hæfileikaríka manns. Þjóðin væri svo mikið betur stödd nú, ef ráðamenn hefðu einhvern tímann hlustað og tekið mark á Davíð Oddssyni.

Dabbi 2

 


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég reikna með að þetta séu háðsk öfugmæli...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2008 kl. 02:59

2 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þú ert greinilega úr máladeild.

Jóhann G. Frímann, 5.12.2008 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband