Orðstýr deyr aldregi ... Hvar er lýðræðið?!

Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír, deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
- Úr Hávamálum.

Umræðurnar eru furðulegar um Icesavesamninginn og minna á karp um það hvort eitthvert íþróttalið sé betra en annað. Margt fólk virðist búið að mynda sér skoðun, þó það hafi lítið kynnt sér málin. Samt er þetta afar flókið mál og mikið alvörumál sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar og afkomendanna um ókomin ár. Margir tilfæra það sem meginrök fyrir samþykkt Icesavesamningsins að hann bjargi orðspori þjóðarinnar! Þá er spurt: Hvernig verður orðsporið ef ekki verður hægt að standa við samninginn?

Þjóðin hefur aldrei komið að neinum samþykktum sem leiddu til þess ástands sem skapaðist og laskaði fyrrnefnt orðspor. Enn á að höggva í sama knérunn. Ríkisstjórnin segist vera búin að ákveða þetta fyrir okkur! Þó var varla minnst á Icesave í kosningabaráttunni, hvað þá kosið um málið! Hvar er allt lýðræðið og samráðið og þjóðaratkvæðagreiðslurnar um meiriháttar mál? Þetta mál þarf að kynna miklu betur og fara svo í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Um annað verður aldrei sátt.


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband