Að bjóða hættunni heim
3.1.2013 | 22:36
Fá tjónið ekki bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég biðst innilega afsökunar
2.9.2010 | 08:12
Ég biðst innilega afsökunar á því að vera húmoristi af guðs náð. Það hefur stundum stuðað saklaust fólk sem ekki þekkir mig vel.
Ég þakka þó sama guði fyrir að vera ekki það stórt númer í lífinu að ég þurfi að hoppa ... úr ráðherrastóli eða þingmannssæti fyrir það að vera húmoristi og lenda á rýrum biðlaunum eða jafnvel eftirlaunum.
Sömuleiðis þakka ég guði fyrir að þurfa ekki að biðjast afsökunar á opinberum vetvangi með grátstafinn í kverkunum. Moggabloggið og fésbókin duga mér alveg.
Já og fyrst ég er byrjaður, þá biðst ég innilega afsökunar á að hafa ekki bloggað hér í eitt og hálft ár. Ég veit að ég hef valdið mörgum vonbrigðum sem höfðu bundið vonir við mig. Það gekk svo langt að ýmsir vinir mínir og aðdáendur og jafnvel fulltrúar stjórnmálaflokka vildu að ég færu í pólitík. Þá ákvað ég að draga mig í hlé á blogginu. Það afsakar þó ekki neitt og mér sannast sagna vöknar eilítið um augun þegar ég hugsa um þetta.
Ég biðst innilega afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðstýr deyr aldregi ... Hvar er lýðræðið?!
23.6.2009 | 16:01
Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír, deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
- Úr Hávamálum.
Umræðurnar eru furðulegar um Icesavesamninginn og minna á karp um það hvort eitthvert íþróttalið sé betra en annað. Margt fólk virðist búið að mynda sér skoðun, þó það hafi lítið kynnt sér málin. Samt er þetta afar flókið mál og mikið alvörumál sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar og afkomendanna um ókomin ár. Margir tilfæra það sem meginrök fyrir samþykkt Icesavesamningsins að hann bjargi orðspori þjóðarinnar! Þá er spurt: Hvernig verður orðsporið ef ekki verður hægt að standa við samninginn?
Þjóðin hefur aldrei komið að neinum samþykktum sem leiddu til þess ástands sem skapaðist og laskaði fyrrnefnt orðspor. Enn á að höggva í sama knérunn. Ríkisstjórnin segist vera búin að ákveða þetta fyrir okkur! Þó var varla minnst á Icesave í kosningabaráttunni, hvað þá kosið um málið! Hvar er allt lýðræðið og samráðið og þjóðaratkvæðagreiðslurnar um meiriháttar mál? Þetta mál þarf að kynna miklu betur og fara svo í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Um annað verður aldrei sátt.
Tortryggni í samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vor úr vetri
28.2.2009 | 05:38
Í úteyrarkoti þíns kalda hjarta
var kveðizt á um líf og dauða,
við himin í austri bar elda rauða,
ógnleg og löng var nóttin svarta;
endalaus nótt með næðingi köldum,
norpandi skýjum á jökulhnjúkum,
byljir lögðust að blásnum kjúkum,
brynjað land á vetrarkvöldum;
efst í brúnum bergsins svarta
með bundna fætur, hroll í taugum
Hreggnasi með hrím í augum,
horfði inn í vorið bjarta,
sunnanbjart óx vor úr vetri,
vituð ér enn, hvort sú jörð er betri?
-Matthías Johannessen:
Davíð kallaður bankaræningi" í hollensku blaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.3.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilbrigðiskerfið er ónýtt - Nú þarf alvöru uppskurð
13.2.2009 | 08:16
Á gjörgæsludeildinni liggur magur skrokkurinn tengdur öndunarvél og ótal leiðslum og andar þungt. Liðnir góðæristímar hafa augljóslega farið fram hjá þessum manni. Það má telja rifbeinin, hann er sveittur, skítugur og fúlskeggjaður og ótal smáplástrar nánast þekja tærðan líkamann. Læknar hafa komið og farið einn af öðrum og hrist hausinn. Maðurinn er þungt haldinn og þarfnast stórrar og tvísýnnar aðgerðar. Biðlistarnir eru langir. Hvískrað er að kannski væri best að aftengja manninn og hefja líknandi meðferð. Hann er af stórri og þekktri ætt. Einhverra hluta vegna hefur enginn komið að vitja hans.
Óheillaþróun hefur orðið í íslenska heilbrigðiskerfinu á síðustu tæpum tveim áratugum. Áður fyrri var litið svo á að greiðslur fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu kæmu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fólk átti ekki að þurfa að hafa stórfelldar fjárhagsáhyggjur þó það veiktist. En nýir siðir, ný gildi og hugmyndir komu með nýjum mönnum. Horft hefur verið til Ameríku og trúarsetningar nýfrjálshyggjunnar hafa verið í hávegum hafðar.
Komið hefur verið á flóknu kerfi gjalda og álagna á sjúklinga og viðamiklu innheimtukerfi. Ómarkvissar, stundum gagnslausar og jafnvel eyðileggjandi aðgerðir, undir merkjum sparnaðar, hafa skilað stórlega skertri þjónustu og miklum óþægindum fyrir starfsfólk og þá sem síst skyldi, þ.e. sjúklingana. Furðulegt launakerfi hefur þróast um verk lækna, fyrst og fremst á sjúkrahúsum, sem færir sumum þeirra laun langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Biðlistar hafa lengst gríðarlega og kostnaður farið úr algerlega úr böndunum.
Lyfjamarkaðurinn er í höndum örfárra auðmana sem ráða markaðnum. Lyf hafa hækkað mikið í verði. Samkeppni er nánast engin. Hún er í orði en ekki á borði. Á þessu þarf að taka með vitrænum hætti.
Það er löngu, löngu tímabært að skera heilbrigðiskerfið upp. Þetta er stór aðgerð en algerlega nauðsynleg.
Fyrirmyndina að nýju heilbrigðiskerfi verður að sækja til nágrannaríkjanna, einkum í Skandinavíu, þar sem víðast er vel rekin og góð heilbrigðisþjónusta og viti menn, hún er innifalin í sköttum og nánast frí. Umhugsunarvert er að í Bretlandi, þar sem áður var eitt höfuðvígi frjálshyggjunnar, er nú nánast frí heilbrigðisþjónustu.
Nú eru félagshyggjuflokkar við völd. Hafa þeir vilja og þor til þess að fara í alvöru uppskurð á þessum stóra og mikilvæga málaflokki? Munu þeir hafa lausnir og tillögur á borðinu þegar til kosninga kemur? Enginn flokkanna bauð kjósendum slíkt fyrir síðustu kosningar.
Þarna er um mikið réttlætismál að ræða og sá flokkur sem byði ákveðnar, róttækar og skynsamlegar úrlausnir í heilbrigðiskerfinu, fyrir kosningarnar nú í vor, myndi svo sannarlega fá góðan vind í seglin frá kjósendum.
Stjórnendum LSH fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.1.2013 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fylgdu eigin sannfæringu!
12.2.2009 | 12:02
Einu sinni voru feðgar sem ætluðu að selja asnann sinn á markaði í næsta þorpi. Feðgarnir lögðu af stað en fólkið, sem þeir mættu á leiðinni, hneykslaðist á því að þeir skyldu ganga þótt þeir væru með þetta ljómandi góða burðadýr. Þeir settust því upp á asnann og héldu ferð sinni áfram.
Feðgarnir mættu fleira fólki og það lét í ljós hneykslan sína á því að þeir væru að sliga vesalings asnann með því að tvímenna á dýrinu. Faðirinn fór því af baki.
Þá mættu feðgarnir fólki sem hneykslaðist á því að sonurinn, ungur og sprækur, skyldi ríða asnanum og láta aumingja föður sinn ganga. Sonurinn flýtti sér því af baki og faðirinn settist því upp á asnann.
Enn mættu þeir fólki og það átti ekki orð yfir þá hneisu að faðirinn skyldi hafa það náðugt á asnanum en láta vesalings barnið hlaupa við fót. Þá datt feðgunum ekkert annað ráð í hug en að bera asnann áleiðis á markaðinn.
Og auðvitað hneykslaðist samferðafólk þeirra einnig á því!
Bloggar | Breytt 14.10.2009 kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varið ykkur, vesalingar!
8.2.2009 | 20:13
Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina.
En enginn vissi hvaðan
hún kom í þennan skóg;
enginn vissi hvers vegna
hún ærslaðist og hló
og enginn vissi hvers vegna
hún bæði beit og sló.
Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og gerði alla vitlausa
sem vildu í hana ná.
Á villidýrablóði,
á villidýrablóði,
lifði Abba-labba-lá.
Einu sinni sá ég
Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum,
svört og brún á brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba,
Abba-labba,
Abba-labba-lá!
Þá kom hún til mín hlaupandi
og kyssti mig og hló,
beit mig og saug úr mér
blóðið svo ég dó.
Og afturgenginn hrópa ég
út yfir land og sjá:
Varið ykkur, vesalingar,
varið ykkur, vesalingar,
á Abba-labba-lá!
-Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Pútín neitar ABBA-dansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trjóuhesturinn
31.1.2009 | 11:08
Í falli Tróju segir frá rökræðum Trójumanna um hvað skyldi gera við hestinn. Presturinn Laókóon var því mótfallinn að færa hestinn inn í borgina. Af þessum sökum sendi sjávarguðinn Póseidon tvo snáka úr hafinu og drápu þeir Laókóon og syni hans.
Trójumenn færðu þá hestinn inn fyrir borgarmúrana. Það sem þeir ekki vissu var að grískir hermenn höfðu falið sig inni í hestinum og laumuðust þeir út um nóttina. Hermennirnir opnuðu borgarhlið Tróju svo að gríski umsátursherinn komst inn í borgina og gat lagt hana í rúst.
Neoptolemos drap Príamos, konung Tróju, og nam á brott Andrómökku, ekkju Hektors Trójuprins. Ódysseifur drap svo Astýanax, son Hektors og Andrómökku. Menelás Spörtukonungur vó Deífobos, son Príamosar, og endurheimti þannig Helenu fögru konu sína, sem París hafði áður numið á brott frá Spörtu. Grikkir fórnuðu Pólyxönu, dóttur Príamosar, við gröf Akkillesar.
-Sótt af Vísindavef H.Í.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jól á Gaza 2008
27.1.2009 | 16:32
Nýliðin jól,
hátíð friðar,
hátíð gleði,
hátíð frelsarans.
Lofið börnunum
að koma til mín,
sagði bróðirinn besti,
barnavinurinn,
í jólaávarpi,
frá hásæti himnanna.
Biðu ekki boðanna
Betlehems útvaldir;
blóðrauð skyldu jól
og nýári fagnað,
með brennandi fosfór.
Bíða í röðinnni
sálir barna
við fordyr himnanna.
Senn mun þrotinn
vængjalagerinn.
Bloggar | Breytt 21.12.2009 kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flýjum!
27.1.2009 | 03:14
Í kvöld er ég þreyttur
á köldum turnum spekinnar
sem kljúfa skýin
og vegbeinum görðum orðanna.
Flýjum!
förum í nótt, þú og ég
djúpt inn í myrkviði hjartans
utan við áttir og veg!
-Hannes Pétursson
Bloggar | Breytt 8.2.2009 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)