Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Að bjóða hættunni heim
3.1.2013 | 22:36
Fá tjónið ekki bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó ég drekki daglega og drekki stundum mikið
15.1.2009 | 13:47
Þó ég drekki daglega
og drekki stundum mikið,
drekk ég fremur faglega
og fer ekki yfir strikið.
- Þetta flaug í kollinn á mér þegar ég las fréttina um kaffidrykkjuna. Ég á bara eftir að finna út úr því hver orti.
Segja mikla kaffidrykkju geta leitt til ofskynjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.1.2009 kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Konur eru farnar að sjá ljósið!
12.1.2009 | 20:05
Þetta er aldeilis skemmtilegt! Loksins eru konur farnar að átta sig á því hversu miklir dýrgripir þroskaðir og lífsreyndir karlmenn eru. Nú fer maður virkilega að hlakka til elliáranna.
Verst hvað tíminn silast hægt áfram ...
Leitar að tíræðum eiginmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.2.2009 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Landráðamaður
12.12.2008 | 01:37
Það var barið harkalega að dyrum með öskrum og óhljóðum. Ég opnaði og úti stóð þungvopnuð sérsveitin miðandi á mig og öskrandi:
Upp með hendur "mother fucking" moggabloggari!
Ég hrökk upp og það var órætt bros á fúlskeggjuðu svitastorknu andlitinu.
Íranskur bloggari handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.1.2009 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ofurraunsæið leysir rómantík og ástarkjaftæði af hólmi
2.12.2008 | 00:45
Í stóru augu þín ég leit
og ég týndi mér um stund
og hönd þín var svo heit.
Rómantíkin er nú í andarslitrunum. Ofurraunsæið er farið að læða köldum krumlum sínum undir sængur elskenda. Nú heitir þetta ekki lengur að njóta ásta eða elskast, heldur er þetta talin hagkvæm dægradvöl. Karlmenn eru samir við sig og setja kynlífið í fyrsta sæti. Konurnar eru miklu dannaðri og setja slúður með vinkonum í fyrsta sæti en kynlífið í annað sætið.
Ég vil fá hana strax
og ekkert ástarkjaftæði og rómantík hér.
(Ljóðabrotin eru úr textasafni húsvísku Greifanna).
Spara pening með auknu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.1.2009 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ást í augum barna
1.12.2008 | 02:31
Fékk þennan hugnæma texta sendan frá yngri systur minni. Maður á til mjúkar hliðar og því birti ég textann hér aðeins styttan og lagfærðan.
Þegar amma fékk liðagigt og gat ekki beygt sig niður til að lakka táneglurnar gerði afi minn það alltaf fyrir hana. Það er ást. Rebekka 8 ára.
Það er ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra og þau fara út og lykta af hvort öðru. Karl 5 ára.
Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar sínar. Chrissy 6 ára.
Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt. Terri 4 ára.
Það er ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það, til þess að vera viss um að bragðið sé í lagi. Danny 7 ára.
Það er ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast. Emily 8 ára.
Ást er það sem er með þér í stofunni á jólunum ef þú hættir að taka upp gjafirnar í smá stund og hlustar. Bobby 7 ára.
Það er ást þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg og hann gengur þá í henni alla daga. Noelle 7 ára.
Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar. Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin. Clare 6 ára.
Ást er þegar mamma gefur pabba besta bitann af kjúklingnum. Elaine 5 ára.
Ást er þegar mamma sér pabba illa lyktandi og sveittan og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford. Chris 7 ára.
Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan þó þú hafir skilið hann eftir einan allan daginn. Mary Ann 4 ára.
Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegna þess hún gefur mér alltaf gömlu fötin sín og neyðist til þess að fara í búðina og kaupa ný. Lauren 4 ára.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.1.2009 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ást og væntumþykja bara munaður þegar vel árar?
23.11.2008 | 23:59
Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð,
notað í skáldsögum?
sungu húsvísku Greifarnir forðum.
Í frétt á mbl.is, um elstu varðveittu kjarnafjölskylduna, sem ku hafa verið uppi fyrir um 4.600 árum, segir Dr Wolfgang Haak um bein hennar:
Þau eru lögð til af mannlegri natni sem gefur til kynna að einhverjum hafi þótt vænt um þau. Við verðum eftir sem áður að fara varlega þegar kemur að mati tilfinninga í fornleifum. Við megum ekki ganga út frá nútímagildismati. Við vitum ekki hversu erfitt mannlífið var á þessum tíma eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.
Það sem slær mig eru þessi orð Dr. Wolfgang:... eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.
Er ást og væntumþykja aðeins "lúxusvara" eða munaður þegar vel árar?
Elsta kjarnafjölskyldan myrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.12.2008 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)