Hið íslenska Mattador

MonopolySpongeBobSquarePantsEdition_billboard_1Húsbóndinn hafði verið með sitt mánaðarlega spilakvöld og allt hafði farið gersamlega í rúst:

Spilaborðið var mölbrotið. Plasthús og plastbílar, teningar, spilapeningar- og spilaspjöld eins og hráviði út um allt.

Kampavíns- og koníaksflöskur og glös mölbrotin á víð og dreif. Sígarettu- og vindlastubbar og vínslettur og matarleifar alls staðar og út um allt.

Það var allt gersamlega á rúi og stúi eftir sukkið og fylleríið, rifrildin og slagsmálin. Svo höfðu spilamennirnir horfið út í nóttina!

Þjónninn stóð þarna með vonleysis- og viðbjóðssvip og ryksuguna og skúringafötuna og horfði á verksummerkin.

Hann tók skyndilega snöggt viðbragð, grýtti öllu frá sér og hljóp eins og fæturnir megnuðu að toga hann út úr húsinu. Hann fann frelsistilfinningu kvikna og magnast í réttu hlutfalli við aukna fjarlægð frá húsinu.


mbl.is Trúðu á kraftaverkahagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband