Stjórnvöld þurfa vinnufrið
7.12.2008 | 10:11
Það fækkar stöðugt í hópi mótmælenda á Austurvelli. Það er aðdáunarvert hvernig stjórnmálastéttin hefur þraukað staðföst og er nú að uppskera laun þolinmæðinnar; vinnufrið, áframhaldandi setu og að mestu óbreytt ástand.
Að sjálfsögðu hefur aldrei staðið til að draga stjórnmálamenn, auðmenn eða eftirlitsaðila til ábyrgðar, enda liggur ábyrgðin ekki hjá þeim. Þessir aðilar verða að starfa vel saman og slá skjaldborg um fjöregg þjóðarinnar.
Almenningur er líka loksins að gera sér ljóst hvar sökin liggur. Hann þarf að snúa bökum saman og skapa vinnufrið fyrir stjórnmálastéttina. Æsingamenn meðal fjölmiðlamanna og bloggara hafa skapað ýmsan vandann og tafið málin en sá ófriður virðist nú að mestu leyti að baki.
Það er líka augljóst að það er algerlega tilgangslaust að persónugera vandann í einum manni, hvað þá fleirum. Nornaveiðar eru líka löngu liðin tíð. Í dag er árið 2008. Halló!
Þjóðin mun aldrei þrífast nema hún eigi sér áfram sterka bakhjarla; málsvara óhefts frelsis og vini litla mannsins. Bakhjarla sem hafa reynst þjóðinni svo vel um áratuga skeið.
Það þarf að stöðva áróðurs- og niðurrifsupphlaupin með öllum tiltækum ráðum. Þar liggur ábyrgðin.
Ábyrgðin er ekki okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyndið
molta, 7.12.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.