Góð ræða hjá biskupi Íslands

Gleðilegt nýtt ár!

Horfði og hlýddi á upptöku af fallegri síðustu predikun Sr. Sigurbjarnar Einarssonar biskups heitins í sjónvarpinu í dag.

Sr. Karl Sigurbjörnsson sonur hans er góður maður og ágætur biskup. Í nýárspredikun sinni sagði hann m.a.:

"Nú gjöldum við dýru verði græðgi og hroka undangenginna ára, og berum þyngri skuldaklafa en nokkur önnur þjóð er bundin. Við vorum í hópi ríkustu þjóða heims og lifðum hátt. Öllu virtist vikið til hliðar nema nauðsynjum fjármagnsins, fátt virtist álitið heilagt nema rétturinn að græða."

Þá lagði hann áherslu á að börn og aldraðir, fatlaðir og sjúkir mættu ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins.


mbl.is Þurfum þjóðarsátt um endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband