Furðuleg forgangsröð íslenskra stjórnvalda

Á að redda kreppunni með því að ráðast að þeim sem ekki geta varið sig eða svarað fyrir sig? Eiga auðmennirnir að búa áfram óáreittir að illa fengnum auði og níðast áfram á almenningi í skjóli stjórnvalda?

Á að ganga enn lengra í að "ameríkanísera" heilbrigðiskerfið? Á ekki að hreyfa við óreiðukenndum rekstri sem einkennist af óstöðugleika og skammtíma "sparnaðaraðgerðum"? Á að keyra áfram á arfavitlausum einkavæðingarhugmyndum sem kalla á spillingu og hleypa enn upp kostnaði? Á enn og aftur á að hækka álögur á sjúklinga?

Margir sjúklingar munu ekki hafa efni á lágmarks heilbrigðisþjónustu eða lyfjum, dauðsfjöllum fjölgar og öryrkjum mun fjölga.

Í Skandinavíu er vel rekin og ókeypis heilbrigðisþjónusta. Íslensk stjórnvöld hafa í nær tvo áratugi lagt æ meiri álögur á sjúklinga og virðast telja bandaríska heilbrigðiskerfið betri fyrirmynd! 

Það er algjörlega óskiljanlegt að enginn íslensku flokkana virðist hafa áhuga á að setja það á stefnuskrána að snúa við og taka upp skandinavíska módelið. Sá flokkur sem myndi berjast fyrir því, myndi sanka að sér atkvæðum.


mbl.is Þurfa að skera niður um 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

100% sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband