Vofa gengur ljósum logum um heiminn. Vofa nasismans
7.1.2009 | 11:59
Mikil er skömm Ísraela nú og mun aldrei af þjóðinni þvegin fremur en glæpir nasista gegn gyðingum. Hina "guðs útvöldu þjóð", skv. Biblíunni, má miklu fremur kalla "útvalda þjóð djöfulsins".
Ísraelskir ráðamenn og böðlar þeirra sem vaða nú blóðið í sláturtíðinni á Gaza eru sadistar, siðleysingjar og lítilmenni af sömu gerð og þýsku nasistarnir.
Það er grátlegt að sjá myndir af fórnarlömbunum, ekki síst af litlum börnum, þar sem litlu greyin sjást blóðug og tætt, liggjandi dáin í röðum. Sláandi er samlíkingin við myndir af gyðingabörnum sem voru myrt á skelfilegan hátt í fangabúðum nasista.
Ísraelskir ráðamenn og böðlar þeirra vanvirða minninguna um helförina, þ.e. kerfisbundna útrýmingu nasista á sex milljónum gyðinga í seinni heimstyrjöldinni. Er þetta það sem Ísraelar nútímans hafa lært af henni?
Shimon Pheres, forsætisráðherra Ísraela, fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yasser Arafat og Yitzhak Rabin. Ytzhak Rabin var sannanlega maður friðarins. Hann galt fyrir það þegar ísraelskir öfgamenn myrtu hann skömmu eftir afhendingu verðlaunanna.
Shimon Peres, forrsætisráðherra Ísraela, þakkar nú fyrir Friðarverðlaun Nóbels með því að vera skipuleggjandi og stjórnandi böðlanna!
Í Nóbelsræðunni 1994 sagði Shimon Peres þetta um Miðausturlönd framtíðarinnar:
- A Middle East where waters flow to slake thirst, to make crops grow and deserts bloom, in which no hostile borders bring death, hunger, and despair.
- A Middle East of competition, not of domination.
- A Middle East in which men are each other's hosts, not hostages.
- A Middle East that is not a killing field but a field of creativity and growth.
- A Middle East which will serve as a spiritual and cultural focal point for the entire world.
Þvílík hræsni og öfugmæli!
Hamas-liðarnar sem bera ábyrgð á flugskeytaárásunum og egna Ísraela eru sömu gerðar og ísraelsku böðlarnir og er skömm þeirra engu minni.
Þvílík siðblinda og illska sem finnst í heiminum á því herrans ári 2009!
Seint virðumst við ætla að læra af sögunni og einhvern tímann verður það einfaldlega of seint.
Peres segir Hamas-samtökin ábyrg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru andstyggilega sjokkerandi myndir Það er alveg réttnefni að kalla þetta sláturtíð sem er leyft að viðgangast... á meðan valdhafar í sparifötum rífast um það hverjum þetta er að kenna rennur blóðið í stríðum straumum. Meðan ég og þú tárumst og furðum okkur á því af hverju slíkar þjóðarhreinsanir fái að viðgangast á okkar tímum aftur og aftur og aftur og aftur... þá er ungum börnum slátrað af geðsjúkum böðlum... Mig skortir orðaforða til að tjá botnlausa sorg mína yfir því að mankynið skuli skorta svo mikið upp á mennskuna að fjöldamorð á saklausum borgurum skuli viðgangast hvar sem það á sér stað í heiminum!!!!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2009 kl. 02:39
Takk fyrir góða athugasemd Rakel.
Mér líður reyndar mjög illa þegar ég horfi á þessar myndir. Ég læt það þó ekki eftir mér að taka þær í burtu.
Andrúmsloftið hér á Íslandi, aðförin að sjúklingum og gamalmennum og þessar fréttir úr Palestínu eru svo ömurlegar að það er ekki hægt.
Jóhann G. Frímann, 8.1.2009 kl. 05:16
Ég var heldur alls ekki að fara fram á það við þig! Bara svo það sé á hreinu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2009 kl. 12:45
Ég veit það. En þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Jóhann G. Frímann, 8.1.2009 kl. 17:12
Ég er reyndar búinn að fjarlægja upphaflegu myndirnar. Þær voru of átakanlegar og ekki fyrir viðkvæmar sálir sem gætu rambað hér inn. Í staðinn setti ég eina mynd sem lýsir ástandinu vel.
Jóhann G. Frímann, 15.1.2009 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.