Trjóuhesturinn

Í falli Tróju segir frá rökræðum Trójumanna um hvað skyldi gera við hestinn. Presturinn Laókóon var því mótfallinn að færa hestinn inn í borgina. Af þessum sökum sendi sjávarguðinn Póseidon tvo snáka úr hafinu og drápu þeir Laókóon og syni hans.

Trójumenn færðu þá hestinn inn fyrir borgarmúrana. Það sem þeir ekki vissu var að grískir hermenn höfðu falið sig inni í hestinum og laumuðust þeir út um nóttina. Hermennirnir opnuðu borgarhlið Tróju svo að gríski umsátursherinn komst inn í borgina og gat lagt hana í rúst.

Neoptolemos drap Príamos, konung Tróju, og nam á brott Andrómökku, ekkju Hektors Trójuprins. Ódysseifur drap svo Astýanax, son Hektors og Andrómökku. Menelás Spörtukonungur vó Deífobos, son Príamosar, og endurheimti þannig Helenu fögru konu sína, sem París hafði áður numið á brott frá Spörtu. Grikkir fórnuðu Pólyxönu, dóttur Príamosar, við gröf Akkillesar.

-Sótt af Vísindavef H.Í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband