Færsluflokkur: Bloggar
Ofurraunsæið leysir rómantík og ástarkjaftæði af hólmi
2.12.2008 | 00:45
Í stóru augu þín ég leit
og ég týndi mér um stund
og hönd þín var svo heit.
Rómantíkin er nú í andarslitrunum. Ofurraunsæið er farið að læða köldum krumlum sínum undir sængur elskenda. Nú heitir þetta ekki lengur að njóta ásta eða elskast, heldur er þetta talin hagkvæm dægradvöl. Karlmenn eru samir við sig og setja kynlífið í fyrsta sæti. Konurnar eru miklu dannaðri og setja slúður með vinkonum í fyrsta sæti en kynlífið í annað sætið.
Ég vil fá hana strax
og ekkert ástarkjaftæði og rómantík hér.
(Ljóðabrotin eru úr textasafni húsvísku Greifanna).
Spara pening með auknu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.1.2009 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hárið sett upp á Ísafirði
29.11.2008 | 02:07
Frétt með ofangreindri fyrirsögn má lesa á ruv.is.
Grunnskólanemar á Ísafirði munu hafa farið í hár saman og niðurstaðan er víst bráðsnjöll og skemmtileg uppsetning á Hárinu, þ.e. söngleiknum "Hair", eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice. Efnið er sótt til umrótatímanna á seinni hluta sjöunda áratugarins, sem gjarnan eru kenndir við hippa og '68 kynslóðina.
Er ekki boðið upp á leikhúspakka til Ísafjarðar?
Sjá nánar:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239453/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)