Færsluflokkur: Bloggar
Hláturinn er allra meina bót
13.12.2008 | 01:49
Ég er með þá einföldu tillögu að í janúar verði mætt á Austurvöll einu sinni í viku á þingtíma og hlegið í korter eða jafnvel hálftíma.
Öflugt andóf boðað eftir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er hægt að stinga öllum Íslendingum í svartholið!
12.12.2008 | 17:25
Nú er loksins hægt að höggva á þann óleysanlega hnút sem við höfum glímt við. Ljóst er að íslenska þjóðin er öll samábyrg fyrir því ástandi sem hefur skapast. Það má ekki draga einstaklinga, félög eða samtök til ábyrgðar. Það má alls ekki persónugera eða afmarka vandann. Það er ekkert annað en einelti.
Nú hefur fundist risastórt svarthol í Vetrarbrautinni sem rúmar Ísland og alla íslensku þjóðina. Málið er leyst.
Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.1.2009 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ó þetta yrði yndislegt líf!
12.12.2008 | 16:17
Þetta er sannkölluð bylting í heimi hraðans, heimi skyndibitans og skyndikynnana.
Það ætti varla að vera vandamál að gera útgáfu af karlmanni á svipuðum forsendum. Meðöngumæður sæju um að unga út börnum sem yrðu seld á sérstökum mörkuðum til viðhalds stofninum og svo hefði fólk einnig þann valkost að vera með vélbörn, eingöngu eða í bland.
Þetta myndi einfalda allt líf mannkynsins. Það mætti afleggja kjötmarkaði (skemmtistaði), framleiðni myndi aukast, stórlega myndi fækka í hópi geðlækna og sálfræðinga og svo mætti lengi telja.
Ó, þetta yrði yndislegt líf!
Skapaði vélkonu í stað kærustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.2.2010 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Landráðamaður
12.12.2008 | 01:37
Það var barið harkalega að dyrum með öskrum og óhljóðum. Ég opnaði og úti stóð þungvopnuð sérsveitin miðandi á mig og öskrandi:
Upp með hendur "mother fucking" moggabloggari!
Ég hrökk upp og það var órætt bros á fúlskeggjuðu svitastorknu andlitinu.
Íranskur bloggari handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.1.2009 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
63 jólasveinar og áttatíu aðstoðartröll
10.12.2008 | 16:46
Íslendingar eru gjarnir á að íkja og afskræma gamlar hefðir. Nú eru jólasveinarnir orðnir hvorki fleiri né færri en 63 og svo er fjöldi trölla þeim til aðstoðar og einnig foreldrunum Grýlu og Leppalúða.
Jólasveinarnir eru orðnir allt of allt of margir og gera lítið annað en þvælast fyrir hver öðrum. Það er orðið brýnt að fækka þeim aftur niður í 13 eða jafnvel 9 eins og var.
Kommon! Það er kreppa!
Jólasveinar valda deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.2.2010 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hví sprakk Reynir?
7.12.2008 | 21:25
Í gamla daga var QPR eitt af þeim bestu og Bjarni Felixsson spurði oft þessarar undarlegu spurningar: Hví sprakk Reynir?
En nú er QPR svo sannarlega að springa út og með Heiðar Helguson innanborðs er ánægjan yfir því enn stærri.
Nú fer að styttast í stofnun QPR-síðna hér og stuðningsmannaklúbbur er í burðarliðnum. Húrra!!!
QPR lagði Úlfana að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.2.2010 kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnvöld þurfa vinnufrið
7.12.2008 | 10:11
Það fækkar stöðugt í hópi mótmælenda á Austurvelli. Það er aðdáunarvert hvernig stjórnmálastéttin hefur þraukað staðföst og er nú að uppskera laun þolinmæðinnar; vinnufrið, áframhaldandi setu og að mestu óbreytt ástand.
Að sjálfsögðu hefur aldrei staðið til að draga stjórnmálamenn, auðmenn eða eftirlitsaðila til ábyrgðar, enda liggur ábyrgðin ekki hjá þeim. Þessir aðilar verða að starfa vel saman og slá skjaldborg um fjöregg þjóðarinnar.
Almenningur er líka loksins að gera sér ljóst hvar sökin liggur. Hann þarf að snúa bökum saman og skapa vinnufrið fyrir stjórnmálastéttina. Æsingamenn meðal fjölmiðlamanna og bloggara hafa skapað ýmsan vandann og tafið málin en sá ófriður virðist nú að mestu leyti að baki.
Það er líka augljóst að það er algerlega tilgangslaust að persónugera vandann í einum manni, hvað þá fleirum. Nornaveiðar eru líka löngu liðin tíð. Í dag er árið 2008. Halló!
Þjóðin mun aldrei þrífast nema hún eigi sér áfram sterka bakhjarla; málsvara óhefts frelsis og vini litla mannsins. Bakhjarla sem hafa reynst þjóðinni svo vel um áratuga skeið.
Það þarf að stöðva áróðurs- og niðurrifsupphlaupin með öllum tiltækum ráðum. Þar liggur ábyrgðin.
Ábyrgðin er ekki okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.1.2009 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heilfrysting er lausnin
6.12.2008 | 21:39
Allt hefur orðið Ísalandsins óhamingju að vopni. Ég held að það dugi engin vettlingatök héðan af. Vandinn er gríðarlegur og allar aðstæður óhagfelldar.
Gífurleg reiði ríkir hjá öðrum þjóðum gagnvart íslenskri þjóð og eins innbyrðis meðal þegna þjóðarinnar því þar bendir hver á annan og enginn vill bera ábyrgð á ástandinu.
Það eina sem getur orðið okkur til bjargar úr þessu er að heilfrysta bókstaflega allt landið og þjóðina eins og hún leggur sig í nokkur ár, þar til ástandið erlendis fer að lagast.
Frysting jafnvel óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.1.2009 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því var aldrei hlustað á Davíð Oddsson?
5.12.2008 | 00:48
Ég bara skil þetta ekki! Af hverju hafa ráðamenn aldrei hlustað á Davíð Oddsson? Og svo eru þeir svo forhertir að þeir neita því blákalt að hann hafi gefið þeim áríðandi upplýsingar og flutt alvarleg varnaðarorð á tilteknum fundum. Og til að kóróna alla vitleysuna segjast ráðamenn ekki hafa setið fundi með honum á þeim tímum sem hann tilgreinir!
Þetta er lýsandi dæmi um það að ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Davíð Oddsson hefur nú staðið í skugganum í bráðum 40 ár. Þrátt fyrir einstaka hæfileika hans til þess að sjá atburði langt fram í tímann og reikna út flóknar stöður, hefur aldrei verið hlustað á hann og því síður hefur hann fengið að ráða nokkrum sköpuðum hlut. Ítrekuð varnaðarorð Davíðs Oddssonar hafa ávallt verið hundsuð.
Þetta er ömurlegt hlutskipti þessa hæfileikaríka manns. Þjóðin væri svo mikið betur stödd nú, ef ráðamenn hefðu einhvern tímann hlustað og tekið mark á Davíð Oddssyni.
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.2.2010 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allar byssur með 50 % afslætti
4.12.2008 | 01:13
Eldri maður og kunningi minn á Suðurlandi, sem ég tala stundum við í síma, sagði mér í fyrradag að hann hefði verið að heyra það í fréttum að byssusala hefði tekið gríðarlegan kipp síðasta mánuðinn. Hann sagði að þetta gerðist alltaf þegar harðnaði á dalnum eins og nú. Við vorum töluvert að velta þessu fyrir okkur og vorum býsna spakir.
Ég var t.d. að spá í það hvort að menn væru að auka veiðar til búdrýginda í kreppunni en kunningi minn taldi það af og frá. Í flestum tilfellum væru menn að kaupa byssurnar í hernaðarlegum tilgang, því að menn væru farnir að hafa trú á mögulegri borgarastyrjöld eða byltingu. Það fór óneitanlega um mann við þessar hugleiðingar og þetta sat í mér og olli mér töluverðu hugarangri.
Svo var ég ég að væflast annars hugar í eldhúsinu í dag, þegar ég heyrði allt í einu auglýsingu í útvarpinu sem olli því að það var eins og kalt vatn rynni á milli skinns og hörunds:
"Í þessari viku færðu allar byssur með 50 % afslætti ef þú sækir" ...
Blóðið fraus bókstaflega í æðum mínum. Hvað var eiginlega í gangi?! Síðan kom niðurlagið á auglýsingunni:
"Hrói höttur".
Þá kviknaði skyndilega ljós í sálartetrinu og það varð skyndilegt spennufall. Ég sprakk úr hlátri! Ég hafði sem sagt heyrt "byssur" en það átti að vera "pizzur".
Ég mæli með norðlenskum upplesurum í auglýsingum. Annað er hættulegt fyrir heilsu miðaldra kalla!
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)