Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég biðst innilega afsökunar

Ég biðst innilega afsökunar á því að vera húmoristi af guðs náð. Það hefur stundum stuðað saklaust fólk sem ekki þekkir mig vel.

Ég þakka þó sama guði fyrir að vera ekki það stórt númer í lífinu að ég þurfi að hoppa ... úr ráðherrastóli eða þingmannssæti fyrir það að vera húmoristi og lenda á rýrum biðlaunum eða jafnvel eftirlaunum.

Sömuleiðis þakka ég guði fyrir að þurfa ekki að biðjast afsökunar á opinberum vetvangi með grátstafinn í kverkunum. Moggabloggið og fésbókin duga mér alveg.

Já og fyrst ég er byrjaður, þá biðst ég innilega afsökunar á að hafa ekki bloggað hér í eitt og hálft ár. Ég veit að ég hef valdið mörgum vonbrigðum sem höfðu bundið vonir við mig. Það gekk svo langt að ýmsir vinir mínir og aðdáendur og jafnvel fulltrúar stjórnmálaflokka vildu að ég færu í pólitík. Þá ákvað ég að draga mig í hlé á blogginu. Það afsakar þó ekki neitt og mér sannast sagna vöknar eilítið um augun þegar ég hugsa um þetta.


mbl.is „Ég biðst innilega afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er andhverfa mótmæla?

Stjórnmálamenn eru stundum með svo loðmullulegt tungutak að maður botnar hvorki upp né niður í því hvað þeir eru að segja og ég efast um að þeir viti það sjálfir.

Þessi setning Þorgerðar menntamálaráðherra er gott dæmi: "Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína." 

Hvernig er þessi andhverfa mótmæla?


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárið sett upp á Ísafirði

Frétt með ofangreindri fyrirsögn má lesa á ruv.is.

Grunnskólanemar á Ísafirði munu hafa farið í hár saman og niðurstaðan er víst bráðsnjöll og skemmtileg uppsetning á Hárinu, þ.e. söngleiknum "Hair", eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice. Efnið er sótt til umrótatímanna á seinni hluta sjöunda áratugarins, sem gjarnan eru kenndir við hippa og '68 kynslóðina.

Er ekki boðið upp á leikhúspakka til Ísafjarðar?

Sjá nánar:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239453/


Þetta er allt tryggt og ekkert undanskilið

Hvalnesskridur-og-BjorgvinÞeir koma fram einn af öðrum ráðamenn til að sefa og róa æsta og reiða og hrædda þjóð sem engu ræður. Þetta er lýðræðið segja þeir. Svona er lýðræðið.

Sérann, ábúðarfullur og sællegur með dökkbláu þverslaufuna, birtist í sjónvarpi allra landsmanna:

Tökum nú öllu með ró. Það er tryggt að enginn hefur farið með sig vegna ástandsins. Þið megið alveg treysta því. Guð er miskunnsamur. Guð er góður.

Bjögginn, nettur, sætur og vatnsgreiddur, í fermingarfötunum, með dúndrandi og ábúðarfulla bassarödd og orðfæri Jón Sigurðssonar yngri, foringjans mikla:

Það er alger óþarfi að hafa áhyggjur. Öllum steinum verður velt við með öllum tiltækum ráðum (sbr. mynd). Þetta er allt tryggt og ekkert undanskilið og öll mál verða skoðuð og séð til þess að öll möguleg lögbrot verði upplýst. Það er algerlega tryggt og ekkert verður undanskilið ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband