Færsluflokkur: Spaugilegt
Hver er andhverfa mótmæla?
20.1.2009 | 21:58
Þessi setning Þorgerðar menntamálaráðherra er gott dæmi: "Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína."
Hvernig er þessi andhverfa mótmæla?
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 28.2.2010 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilfrysting er lausnin
6.12.2008 | 21:39
Allt hefur orðið Ísalandsins óhamingju að vopni. Ég held að það dugi engin vettlingatök héðan af. Vandinn er gríðarlegur og allar aðstæður óhagfelldar.
Gífurleg reiði ríkir hjá öðrum þjóðum gagnvart íslenskri þjóð og eins innbyrðis meðal þegna þjóðarinnar því þar bendir hver á annan og enginn vill bera ábyrgð á ástandinu.
Það eina sem getur orðið okkur til bjargar úr þessu er að heilfrysta bókstaflega allt landið og þjóðina eins og hún leggur sig í nokkur ár, þar til ástandið erlendis fer að lagast.
Frysting jafnvel óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 16.1.2009 kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)