Færsluflokkur: Menning og listir

Hver er andhverfa mótmæla?

Stjórnmálamenn eru stundum með svo loðmullulegt tungutak að maður botnar hvorki upp né niður í því hvað þeir eru að segja og ég efast um að þeir viti það sjálfir.

Þessi setning Þorgerðar menntamálaráðherra er gott dæmi: "Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína." 

Hvernig er þessi andhverfa mótmæla?


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárið sett upp á Ísafirði

Frétt með ofangreindri fyrirsögn má lesa á ruv.is.

Grunnskólanemar á Ísafirði munu hafa farið í hár saman og niðurstaðan er víst bráðsnjöll og skemmtileg uppsetning á Hárinu, þ.e. söngleiknum "Hair", eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice. Efnið er sótt til umrótatímanna á seinni hluta sjöunda áratugarins, sem gjarnan eru kenndir við hippa og '68 kynslóðina.

Er ekki boðið upp á leikhúspakka til Ísafjarðar?

Sjá nánar:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239453/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband