Æðruleysi

124821Í herlausu landi, hinna hamingjusömu og óspilltu, geisar stríð. Þar er tíðindalaust á vígstöðvunum. Fyrir utan fréttir af falli fyrirtækja og einstaka varnarræður spunameistara, þá er yfirbragðið fremur kyrrlátt en vissulega er loftið lævi blandið.

Það er rólegt í skotgröfunum. Fólk stendur og spjallar í drullunni og reykir sinn filterslausa kamel. Kaffikönnurnar ofan á prímusunum senda upp friðsæla reykjarbólstra og svart kaffibætt kaffið er svolgrað með mola eða brotnum Sæmundi.

 

Það er beðið. Eftir hverju veit enginn. Æðruleysið er algert.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband