Nýr þjóðsöngur Íslands

Vill einhver elska 1100 ára gamla þjóð

með handónýta ríkisstjórn,

liðleskjur á þingi og úrræðalausa þegna

í örreytislandi lengst norður í rassgati?

 

Vill einhver elska þunglynda þjóð

sem á ekki bót fyrir boruna,

lifir á sníkjum og ölmusum og safnar skuldum

eins og henni sé borgað fyrir það?

 

 

fjallkonan_220607

Svar óskast sent merkt:

Einkamál.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Afskaplega kaldhæðinn og raunsannur söngur Vona að einhver svari bænum okkar og komi fram við okkur af kærleik og virðingu... íslenskur almenningur á það a.m.k. skilið!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Bryndís Ruth Gísladóttir

 Svar við þinni athugasemd, takk fyrir að skoða...

Já þú meinar, ég skil.... veit samt ekki hvað mér finnst mikið verra en að Davíð skuli sitja ennþá, jú jú allt hitt er líka verra, þetta er allt saman vont bara....  og auðvitað einhver stradigía í gangi varðandi þetta ruglumbull allt saman.

Einkamál: flottur nýji þjóðsöngurinn, dreifðu honum næsta laugardag og fáðu vini þína til að byrja að syngja og svo alla með, ég myndi allavega taka undir

Bryndís Ruth Gísladóttir, 25.11.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Takk Rakel og Rut.

Svar við einkamál: Ég á eftir að skoða hversu sönghæft þetta er. Mögulega þarf þá að sníða textann aðeins til. Góð tillaga.

Jóhann G. Frímann, 25.11.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband