Ofurraunsæið leysir rómantík og ástarkjaftæði af hólmi
2.12.2008 | 00:45
Í stóru augu þín ég leit
og ég týndi mér um stund
og hönd þín var svo heit.
Rómantíkin er nú í andarslitrunum. Ofurraunsæið er farið að læða köldum krumlum sínum undir sængur elskenda. Nú heitir þetta ekki lengur að njóta ásta eða elskast, heldur er þetta talin hagkvæm dægradvöl. Karlmenn eru samir við sig og setja kynlífið í fyrsta sæti. Konurnar eru miklu dannaðri og setja slúður með vinkonum í fyrsta sæti en kynlífið í annað sætið.
Ég vil fá hana strax
og ekkert ástarkjaftæði og rómantík hér.
(Ljóðabrotin eru úr textasafni húsvísku Greifanna).
Spara pening með auknu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 16.1.2009 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ást í augum barna
1.12.2008 | 02:31
Fékk þennan hugnæma texta sendan frá yngri systur minni. Maður á til mjúkar hliðar og því birti ég textann hér aðeins styttan og lagfærðan.
Þegar amma fékk liðagigt og gat ekki beygt sig niður til að lakka táneglurnar gerði afi minn það alltaf fyrir hana. Það er ást. Rebekka 8 ára.
Það er ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra og þau fara út og lykta af hvort öðru. Karl 5 ára.
Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar sínar. Chrissy 6 ára.
Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt. Terri 4 ára.
Það er ást er þegar mamma gerir kaffi handa pabba og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það, til þess að vera viss um að bragðið sé í lagi. Danny 7 ára.
Það er ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira. Mamma mín og pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast. Emily 8 ára.
Ást er það sem er með þér í stofunni á jólunum ef þú hættir að taka upp gjafirnar í smá stund og hlustar. Bobby 7 ára.
Það er ást þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg og hann gengur þá í henni alla daga. Noelle 7 ára.
Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar. Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin. Clare 6 ára.
Ást er þegar mamma gefur pabba besta bitann af kjúklingnum. Elaine 5 ára.
Ást er þegar mamma sér pabba illa lyktandi og sveittan og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford. Chris 7 ára.
Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan þó þú hafir skilið hann eftir einan allan daginn. Mary Ann 4 ára.
Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegna þess hún gefur mér alltaf gömlu fötin sín og neyðist til þess að fara í búðina og kaupa ný. Lauren 4 ára.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.1.2009 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hárið sett upp á Ísafirði
29.11.2008 | 02:07
Frétt með ofangreindri fyrirsögn má lesa á ruv.is.
Grunnskólanemar á Ísafirði munu hafa farið í hár saman og niðurstaðan er víst bráðsnjöll og skemmtileg uppsetning á Hárinu, þ.e. söngleiknum "Hair", eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice. Efnið er sótt til umrótatímanna á seinni hluta sjöunda áratugarins, sem gjarnan eru kenndir við hippa og '68 kynslóðina.
Er ekki boðið upp á leikhúspakka til Ísafjarðar?
Sjá nánar:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239453/
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið íslenska Mattador
25.11.2008 | 09:15
Húsbóndinn hafði verið með sitt mánaðarlega spilakvöld og allt hafði farið gersamlega í rúst:
Spilaborðið var mölbrotið. Plasthús og plastbílar, teningar, spilapeningar- og spilaspjöld eins og hráviði út um allt.
Kampavíns- og koníaksflöskur og glös mölbrotin á víð og dreif. Sígarettu- og vindlastubbar og vínslettur og matarleifar alls staðar og út um allt.
Það var allt gersamlega á rúi og stúi eftir sukkið og fylleríið, rifrildin og slagsmálin. Svo höfðu spilamennirnir horfið út í nóttina!
Þjónninn stóð þarna með vonleysis- og viðbjóðssvip og ryksuguna og skúringafötuna og horfði á verksummerkin.
Hann tók skyndilega snöggt viðbragð, grýtti öllu frá sér og hljóp eins og fæturnir megnuðu að toga hann út úr húsinu. Hann fann frelsistilfinningu kvikna og magnast í réttu hlutfalli við aukna fjarlægð frá húsinu.
Trúðu á kraftaverkahagkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt 7.1.2009 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr þjóðsöngur Íslands
25.11.2008 | 00:07
Vill einhver elska 1100 ára gamla þjóð
með handónýta ríkisstjórn,
liðleskjur á þingi og úrræðalausa þegna
í örreytislandi lengst norður í rassgati?
Vill einhver elska þunglynda þjóð
sem á ekki bót fyrir boruna,
lifir á sníkjum og ölmusum og safnar skuldum
eins og henni sé borgað fyrir það?
Svar óskast sent merkt:
Einkamál.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 6.12.2008 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Árás á Kína
24.11.2008 | 12:49
Gerð hefur verið eitruð árás á stærsta ríki heims, kommúnistaríkið Kína. Árásin hafði verið yfirvofandi í hvorki fleiri né færri en 15 ár og ómældum fjármunum hafði verið varið í undirbúning hennar.
Í þessari árás eru þó hvorki notuð eiturefnavopn né kjarnorkusprengjur. Vopnin eru byssur og rósir og hvatning um að tekið verði upp lýðræði í Kína. Vissulega eitruð - og rokkuð - blanda!
Eitruð árás á Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 28.11.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ást og væntumþykja bara munaður þegar vel árar?
23.11.2008 | 23:59
Ást, hvað er nú það?
Er það bara þriggja stafa orð,
notað í skáldsögum?
sungu húsvísku Greifarnir forðum.
Í frétt á mbl.is, um elstu varðveittu kjarnafjölskylduna, sem ku hafa verið uppi fyrir um 4.600 árum, segir Dr Wolfgang Haak um bein hennar:
Þau eru lögð til af mannlegri natni sem gefur til kynna að einhverjum hafi þótt vænt um þau. Við verðum eftir sem áður að fara varlega þegar kemur að mati tilfinninga í fornleifum. Við megum ekki ganga út frá nútímagildismati. Við vitum ekki hversu erfitt mannlífið var á þessum tíma eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.
Það sem slær mig eru þessi orð Dr. Wolfgang:... eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.
Er ást og væntumþykja aðeins "lúxusvara" eða munaður þegar vel árar?
Elsta kjarnafjölskyldan myrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.12.2008 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir og gamla konan
21.11.2008 | 01:48
Geir minn. Þú veist að ég er orðin gömul og þreytt kona. Þú fórst illa með mig. Ég hélt að ég gæti treyst þér. Ég lét þig hafa peninga og þú varst búinn að lofa að fara niður í Tryggingafélag og kaupa þjófatryggingu. Nú segirðu að þú hafir keypt þér bensín á drusluna, tóbak og nammi fyrir peninginn. Þú sért heldur ekkert ábyrgur fyrir þjófnaðinum heldur þjófarnir sem hreinsuðu allt úr húsinu hjá mér.
Og nú kemurðu til mín aftur. Þú ert náttúrulega alltaf jafn sætur og krúttulegur, með þessi fallegu góðlegu augu og sjarmerandi litla bros. Og nú ertu að bjóðast til þess að fara út í búð fyrir mig að kaupa mjólk og brauð. Ég sé að Solla bíður úti í bíl uppstríluð, tyggjandi vræleis og púandi sígarettuna.
Ljóð | Breytt 3.12.2008 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er allt tryggt og ekkert undanskilið
8.11.2008 | 20:08
Þeir koma fram einn af öðrum ráðamenn til að sefa og róa æsta og reiða og hrædda þjóð sem engu ræður. Þetta er lýðræðið segja þeir. Svona er lýðræðið.
Sérann, ábúðarfullur og sællegur með dökkbláu þverslaufuna, birtist í sjónvarpi allra landsmanna:
Tökum nú öllu með ró. Það er tryggt að enginn hefur farið með sig vegna ástandsins. Þið megið alveg treysta því. Guð er miskunnsamur. Guð er góður.
Bjögginn, nettur, sætur og vatnsgreiddur, í fermingarfötunum, með dúndrandi og ábúðarfulla bassarödd og orðfæri Jón Sigurðssonar yngri, foringjans mikla:
Það er alger óþarfi að hafa áhyggjur. Öllum steinum verður velt við með öllum tiltækum ráðum (sbr. mynd). Þetta er allt tryggt og ekkert undanskilið og öll mál verða skoðuð og séð til þess að öll möguleg lögbrot verði upplýst. Það er algerlega tryggt og ekkert verður undanskilið ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2009 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æðruleysi
8.11.2008 | 00:06
Í herlausu landi, hinna hamingjusömu og óspilltu, geisar stríð. Þar er tíðindalaust á vígstöðvunum. Fyrir utan fréttir af falli fyrirtækja og einstaka varnarræður spunameistara, þá er yfirbragðið fremur kyrrlátt en vissulega er loftið lævi blandið.
Það er rólegt í skotgröfunum. Fólk stendur og spjallar í drullunni og reykir sinn filterslausa kamel. Kaffikönnurnar ofan á prímusunum senda upp friðsæla reykjarbólstra og svart kaffibætt kaffið er svolgrað með mola eða brotnum Sæmundi.
Það er beðið. Eftir hverju veit enginn. Æðruleysið er algert.
Ljóð | Breytt 2.12.2008 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)