Geir og gamla konan

Geir minn. Þú veist að ég er orðin gömul og þreytt kona. Þú fórst illa með mig. Ég hélt að ég gæti treyst þér. Ég lét þig hafa peninga og þú varst búinn að lofa að fara niður í Tryggingafélag og kaupa þjófatryggingu. Nú segirðu að þú hafir keypt þér bensín á drusluna, tóbak og nammi fyrir peninginn. Þú sért heldur ekkert ábyrgur fyrir þjófnaðinum heldur þjófarnir sem hreinsuðu allt úr húsinu hjá mér.

old_woman_irish

Og nú kemurðu til mín aftur. Þú ert náttúrulega alltaf jafn sætur og krúttulegur, með þessi fallegu góðlegu augu og sjarmerandi litla bros. Og nú ertu að bjóðast til þess að fara út í búð fyrir mig að kaupa mjólk og brauð. Ég sé að Solla bíður úti í bíl uppstríluð, tyggjandi vræleis og púandi sígarettuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband