Færsluflokkur: Bloggar

Góð ræða hjá biskupi Íslands

Gleðilegt nýtt ár!

Horfði og hlýddi á upptöku af fallegri síðustu predikun Sr. Sigurbjarnar Einarssonar biskups heitins í sjónvarpinu í dag.

Sr. Karl Sigurbjörnsson sonur hans er góður maður og ágætur biskup. Í nýárspredikun sinni sagði hann m.a.:

"Nú gjöldum við dýru verði græðgi og hroka undangenginna ára, og berum þyngri skuldaklafa en nokkur önnur þjóð er bundin. Við vorum í hópi ríkustu þjóða heims og lifðum hátt. Öllu virtist vikið til hliðar nema nauðsynjum fjármagnsins, fátt virtist álitið heilagt nema rétturinn að græða."

Þá lagði hann áherslu á að börn og aldraðir, fatlaðir og sjúkir mættu ekki verða fórnarlömb félagslegrar upplausnar vegna fjármálahrunsins.


mbl.is Þurfum þjóðarsátt um endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á landsbyggðin undir högg að sækja?

Ég votta Blönduósingum samúð með að tapa níu störfum vegna stöðvunar eina þurrmjólkur-valsaþurrkara landsins. Það munar um þetta í litlu samfélagi.

 

Hvað gengur forsvarsmönnum Mjólkurbúsins á Blönduósi til? Eftirspurnin eftir afurðinni er sögð mikil!

 


mbl.is Hvíti reykurinn horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta íslenska jólaguðspjallið frá árinu 1540

En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Ágústo, það heimurinn allur skyldi skattskrifast ...

Þá fór og Jósef af Galílea úr borginni Nasaret upp í Júdeam, til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni festarkvon óléttri. En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust að hún skyldi fæða.

Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í jötuna því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu. Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drottins stóð hjá þeim og Guðs birti ljómaði kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir,og engillinn sagði til þeirra:

Eigi skuluð þér hræðast, sjáið, því ég boða yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið það til merkis: Þér munu finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji.

- Þetta er jólaguðspjall Lúkasar, eins og það birtist í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar árið 1540. Ótrúlegt hvað tungan hefur haldið sér í nær 500 ár!


mbl.is Boðskapurinn breytist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atsjúúúúúúúúúú!

Nú skil ég af hverju konum er svo gjarnt að hnerra í návist minni. Þessar upplýsingar koma sér svo sannarlega vel! Atsjúúúúúúúúúú!
mbl.is Hnerrandi kynlíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán í óláni

Sagt hefur það verið að Færeyingar hafi verið í hópi þeirra Norðmanna er flúðu á skipum undan ofríki þáverandi Noregskonungs og setti stefnuna á Ísland hið góða. Hluta hópsins varð að skilja eftir í Færeyjum vegna sjóveiki og er stofn þeirrar þjóðar er eyjarnar byggir enn í dag. Hinir héldu áfram og eru nú stofn þeirrar smáðu og lítilsvirtu þjóðar er byggir Ísland.

Vikings_468x364

Fjöldi Færeyinga er aðeins um fimmtungur Íslendinga. Nú sýna Færeyingar það vinarbragð að styðja Íslendinga fjárhagslega í þrengingum þeirra og smán. Íslendingar geta ekkert annað en látið af hrokanum og stórbokkaskapnum og þakkað fyrir sig.


mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitt í landhelginni - Varðskipin bundin við kajann

Handjarn

Var þessi góði maður ekki sakfelldur fyrir störf sín hjá Baugi?!

Nú er hann aftur orðinn flekklaus og  fínn pappír  og nauðsynlegur og ómissandi innsti koppur í búri í endurskipulagningu bankakerfisins! Er ekki í lagi?!

Hefur Tryggvi ekki önnur atvinnutækifæri? Því í ósköpunum sækir Tryggvi á þessi mið? Hvers vegna er honum ekki stuggað í burtu af varðskipunum? Er það skrítið að almenningur sé ringlaður?

Áfram er stolið af óbreyttum Íslendingum með velþóknun yfirvalda. Svo er litli maðurinn svínbeygður og honum hótað ef hann nær ekki að plumma sig fjárhagslega. Þá eru bankar og yfirvöld óvægin og hafa í hótunum.

Hvar er réttlætið?


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ég eldist og þynnist mitt hár

Bítlarnir voru bestir og Paul var uppáhaldsbítillinn minn. Eftir að þeir hættu yfirskyggði John hann. Paul er snillingur en öðruvísi snillingur en John var. Paul gerir enn eina og eina melódíska perlu og á fáa jafnoka á bassanum.

3527871

En núna er Paul sixtífor og kominn á þennan týpíska karlaraupsaldur og segist hafa lagt meira til þjóðfélagsumræðunnar en John þegar báðir voru ofanjarðar. Ekki getur fjandvinurinn John mótmælt en textarnir ljúga ekki..


Bush er bara í hörku formi kallinn

Það var magnað að sjá hvað Bush var viðbragðssnöggur þegar fyrri skórinn flaug að hausnum á honum og seinni skórinn var taklaður létt. Kallinn lét sér hvergi bregða og var bara sposkur á eftir. Þetta er í fyrsta skipti sem ég dáist að einhverju sem Bush gerir.

Nú er það víst orðið full seint að ganga í aðdáendaklúbbinn því kallinn er víst að hætta.

bush_bonehead
mbl.is Bush varð fyrir skóárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byssa vs. Pizza

Þetta er skemmtilegt! Um daginn bloggaði ég um það þegar ég fékk næstum hjartaáfall þegar ég heyrði byssur auglýstar í útvarpinu á 50 % afslætti og taldi að nú væri borgarastyrjöld að skella á. Ég hvet ykkur til þess að lesa þá frásögn hér neðar á síðunni. Í ljós kom að upplesarinn var með sunnlenskan framburð á "pizzur".

Það er nú ljóst að pizzur geta nýst sem varnarvopn á móti byssumönnum. 


mbl.is Varðist byssumönnum með pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærnar voru áhyggjur bænda

Ærnar voru áhyggju bænda og ekki minnka þær við þessu tíðindi.

tal_67_kindur

Þetta er kannski spurning um að stækka ærnar með því að flytja inn norskar ær sem eru 50 % stærri og miklu afurðameiri.

 


mbl.is Bændur vilja óbreytta samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband