Er ást og væntumþykja bara munaður þegar vel árar?

Ást, hvað er nú það?

Er það bara þriggja stafa orð,

notað í skáldsögum?

sungu húsvísku Greifarnir forðum.

Í frétt á mbl.is, um elstu varðveittu kjarnafjölskylduna, sem ku hafa verið uppi fyrir um 4.600 árum, segir Dr Wolfgang Haak um bein hennar:

Þau eru lögð til af mannlegri natni sem gefur til kynna að einhverjum hafi þótt vænt um þau. Við verðum eftir sem áður að fara varlega þegar kemur að mati tilfinninga í fornleifum. Við megum ekki ganga út frá nútímagildismati. Við vitum ekki hversu erfitt mannlífið var á þessum tíma eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.

Það sem slær mig eru þessi orð Dr. Wolfgang:... eða hvort það var yfir höfuð svigrúm til væntumþykju.

Er ást og væntumþykja aðeins "lúxusvara" eða munaður þegar vel árar?

Bjork_-_All_Is_Full_Of_Love_-_front
mbl.is Elsta kjarnafjölskyldan myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband